Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stefnumót við Stjórnlagaþing á Egilsstöðum

Missið ekki af einu heimsókn stjórnlagaþingsfulltrúa út á land:

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnum fundi:

Stefnumót við Stjórnlagaráð, Landsbyggðin og stjórnsýslan Valaskjálf, þriðjudaginn 14. júní kl. 17-22 Markmið fundarins er að ræða stjórnarskrárbreytingar frá sjónarhóli landsbyggðarinnar.  Munu stjórnarskrárbreytingar leggja grunn að eðlilegum hlut landbyggðarinnar af opinberum skatttekjum og tryggja ákvörðunarrétt landssvæða í eigin málum? Dagskrá Opnun Björn Ingimarsson, bæjarstjóri FljótsdalshéraðsInngangsorð - Þórarinn Lárussonar, formaður Framfarafélags FljótsdalshéraðsFramsögur Stjórnlagaráðsfulltrúa: Salvör Nordal, formaður, Ari Teitsson, varaformaður og Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður málefnahóps um stjórnskipunarmál.Stutt kaffihléFramsögur heimamanna: Smári Geirsson, fræðimaður, Neskaupsstað, ræðir ,,Fjórðungsþing Austfirðinga og tillögur um fylkjaskipan”, Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði:  "Að breyta stjórnarskrá" og Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands:  „Sjálfbærni og lýðræði í þekkingarsamfélaginu“Almennar umræðurMatarhlé Pallborðsumræður: Gestirnir frá Stjórnlagaráði í öndvegi. Ályktanir og fundarslitFundarstjórar: Sigrún Blöndal og Þorvaldur Jóhannsson og jafnframt pallborðsstjóri.Fundarritarar: Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri, og Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Fljótsdalshéraðs.

 


Bjarni staðfestir sinn sanna og óflokksbundna landsbyggðaranda

Til hamingju, Bjarni.

Það er gott að vita af ljósi í myrkrinu. Það kemur ekkert af sjálfu sér og sumt gengur hreinlega ekki upp, nema að skilyrði skapist til þess. Greinilegt að þú hefur komið auga á að það er nú eða aldrei fyrir grasrótarlýðræðissinna að láta til sín taka og að þú hikir ekki við að taka slaginn, enda verður þér seint líkt við atvinnupólitíkusa...

Landsbyggðin lifi (LBL, sjá www.landlif.is) er einmitt um þessar mundir að búa sig undir að hleypa nýrri þjóðarumræðu af stokkunum um stöðu mála og hvert og hvernig skuli fram haldið í ljósi reynslu á þessum síðustu og verstu tímum um langa hríð á Íslandi..

Persónulega hugsar undirritaður gott til glóðarinnar að eiga von á innleggi og þáttöku fólks á borð við þig í því viðfangsefni og fer vel á því að þetta sé fyrsti bloggpistill hans á blog.is

Heill þér enn og megi nýtt ár láta gott á vita...

Þórarinn Lár.


mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Þórarinn Lárusson

Höfundur

Þórarinn Lárusson
Þórarinn Lárusson
Austfirðingur og ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands á Egilsstöðum
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband