Þórarinn Lárusson

Höfundur fékk snemma áhuga á landsbyggðarmálum, eins og títt er um aðflutt fólk ,,að sunnan" út í dreifbýlið.

Var í stjórn og um skeið formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta (SJL), síðar Byggðahreyfingarinnar Útvarðar, sem gaf út samnefnt tímarit (11 tbl. frá 1986-1992) um baráttumál sín, sem snérist að mestu um að koma á efldu sveitarstjórnarkerfi með tilkomu millistigs í stjórnsýslunni, gjarna nefnt þriðja stjórnsýslustigið, ásamt stórauknu vægi persónukjörs.

Eftir alþingiskosningarnar 1987, þar sem Þjóðarflokkurinn, sem átti tilveru sína og framboð undir forystufólki, sem missti móðinn í þverpólitísku grasrótarstarfi SJL, var algerlega knésettur.  Eftir það átti hreyfingin sjálf sér að ósekju engrar viðreisnar von í raun og veru, þrátt fyrir digga baráttu, enda makvisst unnið  gegn öllum slíkum hugmyndum af embættismannakerfi stjórnsýslunnar.  Var t.d. sett á laggirnar Sameiningarnefnd sveitarfélaga, aðgerð mjög þóknanleg kerfinu, þar sem notkun orða eins og þriðja stjórnsýslustigið og héraðavaldssvæði eða fylki, voru nánast bannfærð.

Höfundur hefur verið í stjórn byggðahreyfingarinnar Landsbyggðin lifi (LBL) og nú nýverið formaður hennar. Stefnt er ákveðið að því, í samstarfi við ýmis félagasamtök að hleypa af stokkunum, vítt um land á fyrsta ársfjórðungi 2009, fundarherferð um málefni, sem tengjast því að lifa af landsins gæðum og eflingu lýðræðis og byrja á Akureyri áður en langt um líður.

Um þetta og starfsemi LBL yfirleitt má fræðast á heimasíðunni www.landlif.is

Er einnig formaður í Framfarafélagi Fjótsdalshéraðs, sem einnig er eitt aðildarfélaga í LBL.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þórarinn Lárusson

Um bloggið

Þórarinn Lárusson

Höfundur

Þórarinn Lárusson
Þórarinn Lárusson
Austfirðingur og ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands á Egilsstöðum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband